top of page
Group 79.png
image 5.png
non-stop dogwear logo 1 1.png

Allt sem þú þarft að vita um canicross

Aug 1

3 min read

3

191

0

Canicross er íþrótt þar sem hundur og maður hlaupa saman sem teymi.Í Canicross er svokallað „dog driven sport“ eða hunda drifin íþrótt, þar sem hundurinn hleypur fyrir framan hlauparann sem leiðbeinir honum með munnlegum skipunum. Það er að sjálfsögðu leyfilegt að hlaupa með hundinn við hlið sér líka, en á engum tímapunkti má hlauparinn taka frammúr hundinum, né þvinga hann áfram.Til þess að byrja að stunda canicross þarftu einungis dráttarbeisli fyrir hundinn, teyjutaum og belti fyrir sjálfan þig og þægilega skó!( það skal þó tekið fram að þótt þessi búnaður sé ákjósanlegastur fyrir hámarks þægindi og árangur, þá eru engar kröfur gerðar á sérstakan búnað í Hundahlaupinu. )Þessi íþrótt hefur verið stunduð til fjölda ára bæði hér heima og erlendis og hefur undanfarin árin hlotið aukinna vinsældar um heim allan, sem er ekki furða þar sem canicross er frábær leið til þess að hreyfa sig með hundinum sínum og njóta útivistar saman. Canicross er liðs íþrótt þar sem þú og hundurinn þinn eruð saman að æfa og taka þátt og styrkir því tengsl milli þín og hundsins þíns.

 

<<Canicross>> þýðir utanvegar hlaup með hundum. Orðið <<cani>> kemur frá latneska orðinu Canis sem þýðir hundur og <<cross>> er tekið úr enska heitinu cross-country running eða utanvegar hlaup.

 

Afhverju ætti ég að stunda canicross ? Canicross er fullkomin íþrótt ef þig langar til að hreyfa þig meira MEÐ hundinum þínum. Að hlaupa saman gefur hundinum þínum útrás fyrir andlegar og líkamlegar þarfir og stuðlar að betri tengingu ykkar á milli.



GETUR HUNDURINN MINN STUNDAÐ CANICROSS ?

 

Hundar af öllum tegundum, stærðum og gerðum geta stundað canicross svo lengi sem þú virðir mörk hundsins þíns. Nema hundurinn þinn eigi við einhver alvarleg heilsufarsvandamál að stríða, þá er canicross mjög örugg íþrótt og ætti ekki að leiða til meiðsla.Lítill hundur hundur mun ekki geta hlaupið eins hratt og t.d. stór veiðihundur, en það þýðir samt ekki að þeir hlaupi ekki vel miðað við eigin stærð og getu!


Hvað þarf hundurinn minn að vera gamall til þess að byrja að stunda canicross ?

 

Hundurinn þinn ætti að vera fullvaxinn, vanalega milli 12-18 mánaða áður en þú ferð að leggja miklar kröfur á hann er varðar hraða eða vegalengd. Byrjaðu rólega og farðu stutt og auktu smám saman við vegalengd og hraða. Það eru samt fullt af skemmtilegri undirbúnings æfingum sem þú getur byrjað að kenna hundinum þínum strax frá því hann er hvolpur! Eins og „stekkta línu á meðan er beðið eftir skipun að leggja af stað“ , „skipanir fyrir  af stað, hægri, vinstri, taka frammúr og  halda áfram t.d.“ og „athyggli á verkefnið“ og „ yfirvegun“. Við mælum með Canicross námskeiði hjá Óstöðvandi ( Non-stop dogwear á Íslandi ) fyrir þá sem hafa áhuga á að kynna sér sportið til hlítar, en eftir námskeiðið býðst þér kostur á að skrá þig í skemmtilegan hlaupahóp sem æfir saman einu sinni í viku allt árið um kring.

 

Gamlir hundar geta líka hlaupið, en þú getur ekki vænst þess að þeir fari jafn hratt og þeir ungu. Það er einnig mikilvægt að taka tillit til sérstakra þarfa eldri hunda.

 

Tíkur á lóðeríi eru velkomnar í canicross hlaup, en það er gott að hafa í huga að þær geta truflað ógelda rakka og þá er það ábyrgð eiganda tíkarinnar að víkja frá í braut og gefa gott pláss ef of mikill æsingur skapast.


GET ÉG STUNDAÐ CANICROSS ?

Allir geta stundað canicross – bæði vanir hlauparar og fólk sem aldrei hefur hlaupið áður. Að hlaupa með hundinn þinn gæti verið besta hvatningin sem þú þarft til þess að hreyfa þig meira!

Hundahlaupið er viðburður sem býður öll velkomin, byrjendur sem og lengra komna. Við vitum að tímataka og keppni er ekki fyrir alla og því leggjum við mikla áherslu á að skapa þægilegt og létt andrúmsloft í hlaupinu öllu, bæði í 5km tímatöku flokknum sem og 2km skemmti skokk flokknum. Það er pláss fyrir alla hunda og alla hlaupara á þeirra eigin forsendum í hvorum flokki.Svo hvort sem þú ert vanur hlaupari og vilt spreyta þig á nýrri íþótt með hundinum þínum ( eða hreinlega að fá lánaðan hund í verkefnið ), vanur canicross hlaupari og langar til að taka þátt í flottri keppni, ert byrjandi og langar til að taka því rólega í 2km skemmti skokkinu eða þú ert hundaeigandi sem hefur hreinlega aldrei hlaupið en langar til að vera með í gleðinni og taka kvöldgönguna með hundinum og krökkunum eða vinahópnum – þá er HUNDAHLAUPIÐ fyrir ÞIG

Aug 1

3 min read

3

191

0

Comments

Share Your ThoughtsBe the first to write a comment.
bottom of page